Ástin, ljóðlistin og önnur ljóð
Paul Éluard (1895-1952) var eitt af höfuðskáldum Frakka á 20. öldinni. Hann var í fararbroddi í hreyfingu súerrealistanna á þriðja og fjórða áratugnum (20. aldar), varð svo virkur kommúnisti og í seinna stríðinu urðu ljóð hans svo ástsæl meðal frönsku þjóðarinnar að hann varð að þjóðskáldi. „Ljóðmál hans var liðugt og skýrt, lítið um hátíðleg eða sjaldgæf orð, en ljóðmyndirnar hins vegar iðulega flóknar og óvæntar að hætti súerralista,“. Margir frægustu myndlistarmenn aldarinnar myndskreyttu bækur hans, Picasso, Chagal, Dalí og Max Ernst. Uppistaða bókarinnar kemur úr bók Éluards Ástin ljóðlistin frá 1929 og að auki eru í henni ljóðaflokkar úr öðrum bókum hans frá ýmsum tímum.
Efnisyfirlit, ljóðabókin Ástin, ljóðlistin og önnur ljóð er skipt niður í 15 hluta, þeir eru:
- Paul Éluard, skáld ástar og bræðralags
- Í fyrsta lagi I-XXIX
- Annað eðli I-XXII
- Bannað að vita I-VIII
- Max Ernst
- Einstök
- Vaninn
- Nekt sannleikans
- Á nýrri nóttu
- Aldurslaus
- Ellefu staðfestuljóð
- Siguvegarar gærdagsins munu totímast I-VII
- Árið okkar
- Aldur lífsins I-VII
- Jafnvel þegar við sofum
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.