Allt hold er hey
Í janúar árið 1992 fékk Þorgrímur Þráinsson rithöfundur símtal frá ókunnugri konu sem vildi segja honum sögu. Aðdragandi sögunnar var fremur stuttur en vakti áhuga Þorgríms ekki síst sökum þess að viðmælandi hans var kunn af skyggnihæfileikum sínum: „Mér birtist reglulega ung kona sem segist ekki öðlast frið í sálinni fyrr en einhver hefur sagt sögu hennar. Hún dó fyrir rúmum 200 árum!“ Allt hold er hey saga þessarar löngu liðnu íslensku konu. Þorgrímur hefur klætt sögu hennar holdi og blóði á eftirminnilegan hátt. Þegar hann hafði lokið við fyrsta uppkast bókarinnar, kom unga konan þeim skilaboðum til hans að hún væri komin í fallegan kjól úr bláum skýjum. (Heimild: Bókatíðindi)
Ástand: gott, ekkert krot né nafnamerking
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.