Ævinlega fyrirgefið
Þegar Torunn flúði frá Neshov skildi hún Tormod einan eftir, manninn sem hún kallaði afa en var í raun föðurbróðir hennar. Nú hefur hún búið fyrir sunnan með Christer í rúm þrjú ár en er ekki hamingjusöm. Liggur þá ekki beint við að hverfa aftur til Neshov? Býlið er hennar eign og nú í eyði …
Í Kaupmannahöfn hafa Krumme og Erlend eignast þrjú börn og hugsa sjaldan til Noregs. Tormod gamli er ánægður á elliheimili í Þrándheimi og þar rekur Margido líka útfararþjónustu sína. Þeim bregður í brún þegar Torunn birtist aftur án þess að gera boð á undan sér. En bíður hennar betra líf á gamla býlinu – og verða henni fyrirgefin svikin forðum?
Ævinlega fyrirgefið er framhald sögunnar sem hófst í Berlínaröspunum og vinsæl sjónvarpsþáttaröð var gerð eftir. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.