
Sagan af Ísfólkinu eftir Margit Sandemo kom upphaflega út á árunum 1980 til 1989. Bækurnar komu út hjá Prenthúsinu á árunum 1982 til 1989.
Margit hóf að semja bækurnar kringum 1980. fyrstu sögurnar komu út sem framhaldssaga í tímaritinu Hjemmet. Bækurnar rekja ættarsögu Ísfólksins sem á hvílir bölvun frá 16. öld til okkar daga.
Sagan gengur út á að ættfaðirinn Þengill hinn illi hafi selt Djöflinum sál sína. Þetta olli bölvuninni sem hrjáði afkomendur hans og fólst í því að einn af hverri kynslóð yrði þjónn Djöfulsins. Merki bölvunarinnar eru rafgul augu og yfirnáttúrulegir kraftar. Fyrsta sagan gengur út á að einn afkomandi hans, Þengill hinn góði, berst gegn bölvuninni sem hrjáir hann. Sögurnar snúast yfirleitt um þann sem bölvunin lendir á í hverri kynslóð.
Alls komu út 47 bækur, þær eru:
| 1 | Álagafjötrar | 25 | Guðsbarn eða galdranorn | 
| 2 | Nornaveiðar | 26 | Álagahúsið | 
| 3 | Hyldýpið | 27 | Hneykslið | 
| 4 | Vonin | 28 | Ís og eldur | 
| 5 | Dauðasyndin | 29 | Ástir Lúcífers | 
| 6 | Illur arfur | 30 | Ókindin | 
| 7 | Draugahöllin | 31 | Ferjumaðurinn | 
| 8 | Dóttir böðulsins | 32 | Hungur | 
| 9 | Skuggi fortíðar | 33 | Martröð | 
| 10 | Vetrarhríð | 34 | Konan á ströndinni | 
| 11 | Blóðhefnd | 35 | Myrkraverk | 
| 12 | Ástarfuni | 36 | Galdratungl | 
| 13 | Fótspor Satans | 37 | Vágestur | 
| 14 | Síðasti riddarinn | 38 | Í skugga stríðsins | 
| 15 | Austanvindar | 39 | Raddirnar | 
| 16 | Gálgablómið | 40 | Fangi tímans | 
| 17 | Garður dauðans | 41 | Djöflafjallið | 
| 18 | Gríman fellur | 42 | Úr launsátri | 
| 19 | Tennur drekans | 43 | Í blíðu og stríðu | 
| 20 | Hrafnsvængir | 44 | Skapadægur | 
| 21 | Um óttubil | 45 | Böðullinn | 
| 22 | Jómfrúin og vætturin | 46 | Svarta vatnið | 
| 23 | Vorfórn | 47 | Er einhver þarna úti? | 
| 24 | Í iðrum jarðar | 
Allar bækur í þessum flokki eru án krot eða nafnamerkingar.
- Leita eftir Default
- Sýna 15 Vörur per blaðsíðu
















 
		 
		 
		 
		