Maximús Músíkús trítlar í tónlistarskólann
Maxímús Músíkús býr í gömlum bassa í stóra tónlistarhúsinu og líkar lífið vel. Einn daginn fer hann í óvænt ferðalag og kemst að því að börn geta líka spilað á hljóðfæri! Hér er komin ný og spennandi saga um tónelsku músina Maxa sem heillað hefur hug og hjörtu fjölda barna. (Heimild: Bókatíðindi)
Maxímús Músíkús er önnur bókin um músina tónelsku. Með bókinni á að fylgja diskur með en vantar.
Ástand: innsíður góðar, kápa góð en þreytt.