Á bökkum Rauðár
Morgan Kane var 18 ára þegar þessi saga gerðist. Hann var aðstoðar-spæjari hjá Mackenzie offursta í þeim fræga herleiðangri 1874, er ráðist var á vetrarbúðir Indíána á bökkukm Rauðár í Texas.
Dixon yfir-spæjari var gamalreyndur vísundaveiðimaður og harður í horn að taka.
„Svarta þruman” Cheyenna-foringi var hið mesta hörkutól. Hann var á ferð og flugi með hóp valinna stríðsmanna, sem kölluðust „Hundarnir”. Illvigir villimenn í augum hvítra manna.
Rauðárdalur í Texas er í raun eitt hrikalegasta árgljúfur í Villta Vestrinu, en kjörland Rauðskinna. Enginn hvítur maður hafði stigið fæti í þetta risagljúfur fyrr en þessi herleiðangur kom þangað.
Drucilla Meade hafði verið fangi Indíána ásamt tveim öðrum hvítum stúlkum um lengir tíma. Morgan Kane bjargði þessum föngum, en vissi ekki fyrr en síðar, að „Svarta-Þruman‚ hafði merkt sér Drucillu og það var dauðasök að ræna henni.
Morgan Kane hafði jafnan talið Indíána jafn réttháa og hvíta menn, og vegið og metið málin samkvæmt því. Seint og um síðir skildist honum að: „Sekur er sá einn sem tapar”. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.