Tölvuorðasafn
Íslensk-ensk / Ensk-íslensk
Orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands tók saman
Tölvuorðasafn er afrakstur af margra ára starfi Orðanefndar Skýrslutæknifélags Íslands og samvinnu hennar við fjölmarga sérfræðinga í fremstu röð. Það kom fyrst úr árið 1983 en hefur nú verið stóraukið og endurbætt.
Í þessari nýju útgáfu eru bæði íslensk og ensk heiti á tæplega 2600 hugtökum, sem lúta að tölvutækni og tölvunotkun, og eru langflest sótt í alþjóðlega staðla. Hvert hugtak er skilgreint eða útskýrt nákvæmlega á ísensku og er það nýlunda
Tölvuorðasafn er bæði íslenskt-enskt og ensk-íslenskt. Í ensk-íslenska hlutanum er aðeins ein íslensk þýðing við hvert orð og er hún hugsuð sem tilvísun til íslensk-enska hlutans. Þar er að finna alla þá vitneskju sem bókin veitir um hvert hugtak.
Tölvuorðasafn er höfuðrit á sínu sviði og ómissandi þeim sem tala og skrifa á íslensku um tölvur og notkun þeirra. Bókin hentar öllum, bæði sérfræðingum og byrjendum. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Bókin Tölvuorðasafn, Íslensk-ensk, ensk-íslensk hefur tvö hluta, Þeir eru:
- Íslensk-ensk orðabók
- Ensk-íslensk orðabók
Ástand: gott, búið að nafnamerkja snyrtiega á saurblað með upphafsstöfum
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.