Ensk íslenska skólaorðabókin
Hér er komin verulega aukin og endurbætt útgáfa Ensk-íslenskrar skólaorðabókar sem kom fyrst út árið 1986 hjá Erni og Örlygi. Við endurskoðunina var sérstök áhersla lögð á orðaforða á þeim sviðum þar sem mestar breytingar hafa orðið, svo sem í upplýsingatækni og viðskiptum, auk þess sem reynt var að gera daglegu máli sem best skil. Uppflettiorð eru hátt í 40.000 talsins og fjöldi orðskýringa talsvert yfir 50.000. Öll uppflettiorð eru hljóðrituð samkvæmt alþjóðlegu hljóðritunarkerfi. Gefnar eru margvíslegar málfræðilegar upplýsingar auk fróðleiks um merkingarsvið, málsnið, staðbundna notkun o.fl. Fjöldi lýsandi notkunardæma, orðasambanda, orðtaka o.þ.h. er í bókinni. (Heimild: Bókatíðindi)
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.