Dauðans óvissi tími
Víkingur Gunnarsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild Lögreglunnar í Reykjavík þarf að upplýsa hrottaleg morð, bankarán og fleiri glæpi. Blóði drifin slóð þessara atburða liggur aftur til fortíðar þegar íslenskur athafnamaður stofnaði skipafélag sem fór á hausinn … Hér fjallar höfundur um alkunna atburði sem öll þjóðin hefur velt fyrir sér og talað um og sýnir að íslenskur samtími getur um margt verið ótrúlegri en lygilegasti skáldskapur. Dauðans óvissi tími er margslungin skáldsaga og æsispennandi reyfari – sannkölluð lestrarupplifun. (Heimild: Bókatíðindi)
Ástand: gott bæði innsíður og kápa
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.