Hrói höttur útgáfa 1991
Lesið um æsispennandi ævintýri Hróa hattar og kappa hans er þeir taka höndum saman til að klekkja á hinum ágjarna og spillta fógeta í Nottingham.
Óbilandi tryggð og hugrekki Hróa hannar, Tóka munks, Litla-Jóns og lafði Marion birtast á heillandi hátt í þesssari hugnæmu frásögn af ævintýrum þeirra í Skírisskógi. Lesendur á öllum aldri hrífast af þessari nýju endursögn hinnar sígildu sögu af baráttunni í eilífu gegn græðgi og ásælni.
Hrói höttur er persóna úr enskum þjóðsögum frá miðöldum. Sögurnar gerast á Englandi, nánar til tekið í Skírisskógi (e. Sherwood Forrest) í Nottinghamshire í Englandi. Flestir sagnfræðingar eru þó á því að Hrói hafi verið fæddur í Loxley í suðurhluta York-héraðs og að hann sé grafinn í Kirkleesklaustri í vesturhluta Yorkhéraðs.
Í nýrri útgáfunum af sögunum og þeim sem þekktari eru er Hrói mikil hetja sem berst gegn óréttlæti og harðstjórn og er þekktur fyrir að stela frá þeim ríku til að gefa þeim fátæku. Hrói höttur er því orðinn eins konar staðalímynd manneskju sem er tilbúin til að gera hvað sem er, meira að segja brjóta lögin, til að aðstoða þá sem minna mega sín.
Skírisskógur er 4,23 km² að stærð í dag og er í eigu bresku krúnnar og er í Notthinghamshire á Englandi í kringum þorpið Edwinstowe. Svæði þetta hefur verið skógur síðan frá síðustu ísöld. Í Skírisskógi er hin frægu eikatré Major Oak þessi eikatré eru samkvæmt þjóðsögunni um Hróa hött hans athvarf. Þessi eikatré eru um 800 – 1000 ára gömul, áætlað er að hvert tré vegi um 23 tonn og er 28 metrar á hæð.
Ástand: kápan er í sæmilegur formi og innsíðurnar sæmilegar