Latibær á Ólympíuleikum
Bráðskemmtileg, sjálfstætt framhald hinnar vinsælu metsölubókar, Áfram Latibær!
Krökkunum í Sólskinsbæ, sem áður var uppnefndur Latibær, er boðið að keppa á Ólympíuleikum fyrir ungt fólk. Undirbúningur er hafinn en söguhetjunum reynist erfitt að ná þeim lágmarksárangri sem krafist er. Þá birtist íþróttaálfurinn aftur til að leiðbeina þeim, glettin og galvaskur sem fyrer.
Margar persónur úr fyrri bókinni koma hér aftur við sögu og nýjar stíga á svið, ekki síður skondnar og skemmtilegar.
Sagan er fyndin og fjörleg og Magnús víkur jafnframt að mörgu sem vert er að leiða hugann að. Smellnar myndir Halldórs Baldurssonar falla mjög vel að söguþræðinum. (heimild: bakhlið bókarinnar)
Ástand: kápan er í sæmilegur formi og innsíðurnar sæmilegar.