Saga Keflavíkur 1920-1949
Saga Keflavíkur – 3. bindi er skráð af Bjarna Guðmarssyni sagnfræðingi. Sagan hefst á árinu 1920 og lýkur árið 1949. Þá verður Keflavík bær.
Tekinn er upp þráðurinn þar sem honum sleppti í síðustu bók og ekki látið staðar numið fyrir en Keflavík er orðin að sjálfstæðu bæjarfélagi – Keflavíkurbær.
Eins og kunnugt er var árabilið sem hér er lagt til grundvallar eitthvert örlagaríkasta breytingaskeið Íslandssögunnar. Þá var lítilli og fátækri eyþjóð þreytt inn á vettvang annarra þjóða og komst hún í fremstu röð hvað lífskjör áhrærir.
Gríðarleg fólksfjögun varð í Keflavík, einkum á árum síðari heimsstyrjaldar, og bærinn breytti um svip á flestum sviðum. Vélar og rafmagn léttu líf og starf og fjölbreytt félagsskemmtana- og menningarlíf komst á legg. Víða er því komið við í frásögninni og fjölmargar ljósmyndir varpa frekara ljósi á efnið. þetta er persónuleg saga, sem enginn er ann Keflavík eða sögulegum fróðleik almennt ætti að láta framhjá sér fara.
Ástand: gott er í upphaflegu plastumbúðunum.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.