Lífsins tré
Ólafur fíólín leikur á fiðluna Jörundarnaut þegar fyrsti Íslendingadagurinn er haldinn á Gimli. Að baki þeirri upphefð er löng saga um lífsbaráttu einkennilega þrautseigs fólks sem leitaði hamingjunnar vestur um haf þegar heimalandið þurfti ekki lengur á því að halda. Þar segir frá Elsabetu sem fór í tugthús fyrir að eignast börn. sonur hennar og Ólafs fíólíns, Jens Duffrín, var skírður í höfuðið á íslenskum hjallaþjófi og enskum lávarði, hann óls upp hjá svartklæddum Mennónítum, flakkaði um með Alþjóðasirkusnum í Minneapolis og svípaði strýtuna í Winnipeg. Þar segir frá Gamalíel einhenta, Auðuni og Málmfríði í Johnson’s Store, bindindisfrömuðunum Jóni Eyjólfssyni og Walther Christ, sem áður hét Valtýr Kristinsson skagfirska hótelhaldaranum John Scagefirth og Joe Olson sem geymdi grænan stein í auðnum Alaska og suður í Ríkkum …
Í Lífsins tré er fléttuð til loka sú saga sem hófst í Híbýlum vindanna.. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.