Síðasta uppgötvun Einsteins
Prófessor David Swift fær upphringingu frá sjúkrahúsi. Gamall læirmeistari hans, Hans Kleinman, hefur orðið fyrir líkamsárás. Kleinman er þekktur eðlisfræðingur sem 50 árum fyrr var einn af hinum ungu aðstoðarmönnum Alberts Einstein. Gamli maðurinn er við dauðans dyr en nær að hvísla tveimur orðum að David: Einheitliche Feldtheorie. Kenningin sem gæti skýrt alla krafta eðlisfræðinnar. Einstein varði seinni hluta ævinnar í rannsóknir á þessari kenningu en hann dó áður en hann komst að niðurstöðu. Eða komst hann að niðurstöðu? New York Times sagði að bókin minnti á Da Vinci lykilinn, nema hvað hér er það eðlisfræði í stað myndlistar. (Heimild: Bókatíðindi)
Ástand: gott, laus við allt krot og nafnamerkingu
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.