Trillukarlar
Trillukarlar eru merkilegir menn. Sumir segja þá sérstakan „Þjóðflokk“ og í umræðum á Alþingi fyrir nokkrum árum voru þeir kallaðir frekjuhundahópur. Mat er ekki lagt á þessar nafngiftir í bókinni, heldur leitazt við að kynna lesendum trilluútgerð og trillukarla eins og þeir koma til dyranna, en frá örófi alda hafa menn róið til fiskjar á smáum bátum. Í þessari bók segja 9 trillukarlar frá lífi sínu og starfi og að auki eru tveir þættir um útgerð smábáta við Ísland fyrr og nú. Fróðleikur af þessu tagi hefur ekki verið fáanleikur af þessu tagi hefur ekki verið fáanlegur á einni bók til þessa, en þó trillukarlar glími stöðugt við Ægi konung og kvótakerfið, slá þeir líka á léttari strengi og krydda frásögn sína með sögum af skemmtilegum atvikum og litríkum mönnum. (Heimild: bakhlið bókarinnar)
Bókin Trillukarlar eru 11 kaflar, þeir eru:
- 68 á sjó – Jósteinn Finnbogason frá Húsavík
- Fjörurnar gular af loðnuhrognum – Bergsteinn Garðarsson, Akureyri
- Ofan sjávar og neðan – Sigurgeir Bjarnason í Ólafsvík
- Það er nóg af góðum fiski hérna útaf – Haukur Jónsson, Eyrarbakka
- Ég hef alltaf verið veiðimaður – Jón Sveinsson á Höfn í Hornafirði
- Vona ég geti róið meðan hlandið í mér er volgt – Hilmar „Nínon“ Sigurbjörnsson í Vestmannaeyjum
- Vil helst ekki hætta – Ingvi Árnason, Akureyri
- Trillukarl að atvinnu og hugsjón – Hjörtur Arnfinnsson í Neskaupstað
- Datt e ngum í hug að hann kæmi að landi – Per Sulebust, Bolungarvík
- Smánátaútgerð á Íslandi fyrr og nú – Arthur Bogason
- Smábátaútgerðin – Landssamband smábátaeigenda
Ástand: gott.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.