Kólumbus

Ævintýramenn og landkönnuðir

Heimsmynd okkar hefur stöðugt verið að breytast og þekking að aukast. Það er ekki síst að þakka hópi ævintýramanna og ofurhuga sem dreymdi um að komast út fyrir eigin túngarð og höfðu dug til þess að láta draum sinn rætast..

Ævintýralegar sagnir af ferðum margra landkönnuða hafa sem betur fer varðveist og nú hafa nokkrar þeirra verið endursagðar og ríkulega myndskreyttar í bókaflokknum Ævintýramenn og landkönnuðir. Þetta eru fróðlegar og skemmtilegar bækur sem segja frá ferðum þekktra manna meðal framandi þjóða. Útgáfan sem ætluð er stálpuðum börnum er sérlega vönduð, í  öllum bókunum eru skýringarkort, orðskýringar, tímatal og atriðisorðaskrá.

Kristófer Kólumbus trúði því að hægt væri að komast sjóleiðina til Kína of fékk konungshjónin á Spáni til þess að styrkja sig til fararinnar. Til Kína komst hann þó aldrei en í staðinn uppgötvaði hann landsvæði sem átti ekki síður en Kína eftir að komast á spjöld sögunnar: Ameríku. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Kólumbus – ævintýramenn og landkönnuðir eru 14 kaflar +viðauki, þeir eru:

  • Vestur um haf til Kína?
  • Maðurinn frá Genovu
  • Skip Kólumbusar
  • Ákvörðun
  • Land!
  • Eyjarnar
  • Heim á vængjum vindsins
  • Aftur til Hispaniola
  • Nýr heimur
  • „Sjóferðin mikla“
  • Skipbrot á Jamaíku
  • Sögulegri ævi lýkur
  • Spænski arfurinn
  • Viðauki
    • Orðskýringar
    • Tímatal
    • Atriðisorðaskrá

Ástand: gott, ekkert krot né nafnamerking

Kólumbus - Ævintýramenn og landkönnuðir

kr.900

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,350 kg
Ummál 22 × 2 × 30 cm
Blaðsíður:

32 +myndir +kort +atriðisorðaskrá: bls. 32

ISBN

9789979301937

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Heitir á frummáli

The voyages of Columbus

Útgefandi:

Mál og menning

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1991

Íslensk þýðing

Guðlaug Richter

Teikningar

Richard Hook

Höfundur:

Richard Humble

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Kólumbus – Ævintýramenn og landkönnuðir”