Vísundastríðið
Vísundahúðir voru keyptar á einn og hálfan dal hver húð, og duglegur veiðimaður gat fellt þrjátíu dýr á dag. Þannig var því hægt að verða ríkur á stuttum tíma … ef menn voru nógu harðfengir og fífldjarfir til að hætta sér inn á veiðisvæðið meðfram Hvítafljóti. Það var raunar ekki heiglum hent að sækja sér auð inn á þetta landsvæði, því að ar voru á sveimi húðaþjófar, hvítir menn sem stunduðu ránmorð, og hikuðu ekki við að drepa fáliðaða veiðimannahópa til að ræna húðum þeirra, hestum og vögnum … En á þessu svæði dvöldust líka þúsundir Indíána, sem voru reiðir og illir, og klæjaði í fingurgómana eftir að flá höfuðleðrið af þessum hvítu veiðimönnum, sem voru á góðri leið með að kippa grunninum undan tilveru þeirra.
Morgan Kane og Charlie Katz héldu inn á þetta lífshættulega landsvæði … gráir fyrir járnum og reiðubúnir til að hætta lífinu fyrir vonina í auðæfum … (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.