Valdimar Briem, biblíuljóð I-II

Kvæði þessi eru flest kveðin á árunum 1885-90, en sum þeirra nokkru fyr. Upphaflega hafði ég ekki heilt safn af biblíukvæðum í huga; en þegar þau fóru að fjölga til muna, gjörði ég úr þeim safn og fjölgaði þeim svo, að þau gátu myndað nokkurs konar heild. (Heimild: Formáli, Valdimar Briem)

Valdimar Briem (1. febrúar 1848 – 1930) var vígslubiskup á StóraNúpi í Gnúpverjahreppi.

Valdimar fæddist á Grund í Eyjafirði. Faðir hans var Ólafur Briem bóndi og smiður á Grund og móðir hans var Dómhildur Þorsteinsdóttir. Hann ólst upp í Hruna hjá Jóhanni Kristjáni Briem föðurbróður sínum sem jafnframt var prófastur í Hruna. Valdimari var veitt Hrepphólasókn árið 1873 en hún var sameinuð Stóra-Núpssókn sjö árum síðar. Þá settist Valdimar að þar. Hann var prófastur í Árnesprófastsdæmi 1896-1918. Þá var hann vígslubiskup frá 1909-1930.

Valdimar var mikið sálmaskáld og þýðandi og eru um 80 sálmar eftir hann í sálmabók Þjóðkirkjunnar. Einnig eru tíu sálmar eftir hann í færeysku sálmabókinni.

Í ritsafni þetta eru II bindi, eftir Valdimar Briem

  • I. bindi: 120 kvæði
  • II. bindi: 89 kvæði

Ástand: gott.

kr.22.000

Ekki til á lager

Vörunúmer: 8502848 Flokkar: , , Merkimiðar: , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,3 kg
Ummál 14 × 6 × 19 cm
Blaðsíður:

862 (I. bindi: bls. 414, II. bindi: bls 448)

ISBN

Ekkert

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni án hlífðarkápu

Útgefandi:

Ísafoldarprentsmiðja, Sigurður Kristjánsson (kostnaðarmaður)

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

I. bindi: 1896, II. bindi: 1897

Höfundur:

Valdimar Briem

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Valdimar Briem – Biblíuljóð I-II bindi – útgáfa 1896-1897 – Uppseld”