Saga Reykjavíkur – í þúsund ár 870-1870 fyrri hluti

Hin glæsilega og eigulega ritröð um Sögu Reykjavíkur er nú til enda leidd með útgáfu þessara tveggja lokabinda verksins um tíu alda tímabilið frá 870 til 1870. Í fyrri hlutanum er m.a. farið yfir sögu landnáms og fyrstu byggðar á Íslandi, fjallað um þéttbýlismyndun og upphaf, ris og hnignun Innréttinganna á átjándu öld. Þar kemur margt spennandi í ljós, allt frá fyrsta verkfallinu á Íslandi til þorpsmyndunar í Reykjavík og fjallað er um mannréttindi og lífsbaráttu íbúanna. Í seinni hlutanum fer bærinn að taka á sig skýrari mynd höfuðstaðar. Horft er til mannlífs út frá ýmsum sjónarhornum, reynt að setja sig í spor stríðandi alþýðu jafnt sem veisluglaðra góðborgara og erlendra ferðalanga sem tóku að heimsækja land og þjóð í byrjun 19. aldar. Margar myndir sem teknar voru á Íslandi í árdaga ljósmyndunar eru birtar í bókinni og margvíslegar töflur og ítarupplýsingar eru dregnar fram í dagsljósið. Um leið eru efnisþættir tengdir samtímanum í nútímalegu myndmáli á einkar viðfelldinn hátt. Þannig bera bækurnar samtíma sínum vitni um leið og þær veita okkur innsýn í horfna heima. Í verkinu er reynt að glöggva sig á þróun atvinnulífsins um leið og fylgst er með sprotum nýrrar menningar, í menntamálum, stjórnmálum, leiklist, tónlist og félagsmálum. Saga Reykjavíkur er saga allra landsmanna og á heima á öllum íslenskum menningarheimilum. (Heimild: Bókatíðindi)

Bókin Saga Reykjavíkur í þúsund ár 870 til 1870 fyrri hluti, skiptist í 24 kafla í þremur hlutum þeir eru:

  • Hann byggði suður í Reykjavík
  • Frægastur landsnámsmanna
  • Útnes og indæl héruð
  • Örlát var Víkin
  • Sóknarfæri í sjó og verslun
  • Gaman og gleði veraldar
  • Hörð barátta
  • Er þéttbýli lausnin?

II hluti

  • Að gjöra þar lítinn bæ
  • Komu nú ýmsar nýjungar
  • Merkileg umsvif og tilraunir
  • Víkin efld til höfuðbæjar
  • Ekkert undirmálsfólk
  • Umdeilt þjóðþrifafyrirtæki
  • Að sækja okkur fiskinn
  • Kvikfé og urtagarðar
  • Kóngurinn eða kaupmaðurinn?
  • Víkin er eigi óbyggjandi
  • Fyrirheit um fallegan bæ

III hluti

  • Varð fljótt minn einka höfðustaður
  • Allt til Reykjavíkur
  • Býfógeti kóngs í Reykjavík
  • Bráðum kemur betri tíð
  • Upplyfting í dagsins önn
  • Skólar  eru þarfaþing
  • Vaxtabroddur landsins

Viðauki

  • Tilvísanir
  • Heimildaskrá
  • Nafnaskrá
  • Atriðaorðaskrá
  • Myndaskrá

Ástand: gott, ónotað með öllu

Saga Reykjavíkur - í þúsund ár 870-1870 - fyrri hluti - Þorleifur Óskarsson

kr.4.500

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 3,95 kg
Ummál 24 × 5 × 31 cm
Blaðsíður:

435 (viii) +myndir +teikningar +línurit +töflur +ritsýni +uppdrættir

ISBN

9979104171

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Iðunn bókaútgáfa

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2002

Hönnun:

Ragnar Axelsson [et. al]

Höfundur:

Þorleifur Óskarsson

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Saga Reykjavíkur í þúsund ár 870 – 1870 fyrri hluti”