Ólafía – ævisaga Ólafíu Jóhannsdóttur

Ólafía Jóhannsdóttir fæddist árið 1863 á Mosfelli í Mosfellssveit. Henni var ungri komið í fóstur í Viðey og síðar til móðursystur sinnar, Þorbjargar Sveinsdóttur ljósmóður í Reykjavík. Hjá þeirri óvenjulegu konu óx hún úr grasi. Saga Ólafíu er samofin sögu íslenskra kvenna á ofanverðri nítjándu öld og fram fyir aldamótin 1900. Hún er jafnframt saga skapríkrar konu sem fór ævinlega sína leið og þegar öll sund virtust lokuð fann hún frelsi sitt og lífsbjörg í trú á kærleiksríkan Guð. Í krafti þess gerði hún sér heimili meðal vændiskvenna, fátæklinga og drykkjumanna í Ósló.

Ólafía er þjóðkunn í Noregi fyrir störf sín þar en í heimalandi sínu er hún síður þekkt. Fáir vita að hún var forvígismaður íslenskrar kvennabaráttu, byltingarkona og heimskona sem ferðaðist víða og kynntist jafnt hefðardömum sem niðurbeygðum konum götunnar. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir hefur rannsakað lífshlaup Ólafíu undanfarin ár og segir hér sögu hennar af þekkingu og skilningi sem lesendur ævisögu Bjargar C. Þorláksson þekkja. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Ólafía, ævisaga Ólafíu Jóhannsdóttur eru 39 kaflar +viðaukar, þeir eru:
  • Lítið ljós
  • „Messan á Mosfelli“
  • Frúin mín
  • Þorbjörg
  • Stelpuskott á Skólavörðuholtinu
  • Skapstór fröken
  • Einar
  • Frelsisást
  • Óvissuár
  • Eyjavist, kennslustörf og nám
  • „Ung og glæný stúlka“
  • Land forfeðranna
  • Hugumstórar konur og háskóli á Íslandi
  • Baráttufjör
  • Fiskisnúðar og fánamál
  • „Ljós, meira ljós“
  • Í Vesturheimi
  • Hugsjónakona í byggðum Íslendinga
  • „Með slitna skó og götótta svuntu“
  • Reykjavík batnar eitthvað
  • Umskipti
  • Baráttan við bakkus
  • „HIð eina alheimsmál“
  • Sunnanvindurinn
  • Frelsisþráin dýra
  • Svartnætti
  • Mildi Guðs
  • Tími náðar
  • Hlutdeild í fegurð himinsins
  • Góða loftið í Mjóstræti
  • Æðarfuglinn
  • Margar hlýjar kvennahendur
  • Móðirinn í Spörvaskjóli
  • Hinn brekkusækni andi
  • Áhrifamikil bók
  • Heim?
  • „Nokkur allt of fín hús“
  • Barningur
  • Yfir ólgusjó
  • Viðauki
    • Minningarmörk
    • Eftirmáli
    • Þakkir
    • tilvísanir
    • Heimildaskrá
    • Myndaskrá
    • Nafnaskrá

Ástand: Gott

Ólafía ævisaga Ólafíu Jóhannsdóttur - Sigríður Dúna Kristmundsdóttir - JPV útgáfa 2006

kr.1.900

1 á lager

Vörunúmer: 8502944 Flokkar: , Merkimiðar: , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,4 kg
Ummál 17 × 5 × 24 cm
Blaðsíður:

539 +myndir +myndaskrá: bls. 532-533 +nafnaskrá: bls. 534-539

ISBN

9789979798187

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

JPV útgáfa

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2006

Hönnun:

Anna C. Leplar (umbrot), Ragnhildur Ragnarsdóttir (kápuhönnun)

Höfundur:

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Ólafía – ævisaga Ólafíu Jóhannsdóttur”