Ljóðmæli eftir Þorstein Gíslason
Í verki þessu eru kvæði eftir Þorstein Gíslason og hefur það að geyma 288 kvæði
Þorsteinn Gíslason (26. janúar 1867 – 20, október 1938). Þorsteinn fæddist á Stærra-Árskógi við Eyjafjörð, en ólst upp á Austurlandi, lengst af á Kirkjubæ í Hróarstungu. Hann lauk stúdentsprófi hálfþrítugur. Þá sigldi hann til náms í Kaupmannahöfn og lagði einkum stund á íslenska málfræði og bókmenntasögu, en hvarf frá námi 1896 og hélt heim aftur. Áður hafði hann keypt blaðið Sunnanfara sem gefið hafði verið út í Kaupmannahöfn um skeið og hóf útgáfu blaðsins í Reykjavík. Með þeirri útgáfu blaðsins hér á landi hófst ritstjóraferill Þorsteins á blöðum og tímaritum, sem átti eftir að standa óslitið í rúmlega fjóra áratugi. Þorsteinn var faðir Vilhjálms Þ. Gíslasonar, útvarpsstjóra og fyrrum formanns Blaðamannafélags Íslands, og afi Vilmundar Gylfasonar og einnig Þorsteins Gylfasonar, sem lengi var formaður Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. (Heimild: Blaðamannafélag Íslands)
Ástand: Innsíður góðar, búið að merkja bókin: Til Tótu, bestu þökk fyrir alt 21-5-24
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.