Flúraða konan
Þegar lík af fornum víkingi finnst í ísnum í Grænlandsjökli er útlit fyrir að hið litla samfélag í Nuuk muni verða miðpunktur heimssögulegra tíðinda. Danski blaðamaðurinn Matthew Cave er sendur á vettvang en málið tekur óvænta stefnu þegar líkamsleifar víkingsins hverfa og lögreglumaður sem vaktaði þær finnst myrtur.
Þegar Matthew fer að grafast fyrir um málið kemst hann á snoðir um fjögur óupplýst morð frá árinu 1973 sem framin voru með samskonar hætti. Ekki er öllum vel við eftirgrennslan hans og sú eina sem hann getur treyst er ung kona sem var að losna úr fangelsi fyrir að hafa myrt fóður sinn. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Ástand: gott, laus við allt krot eða nafnamerkingu.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.