Fávitinn fyrra bindi
Maðurinn í hettusláinu var ungur, tuttugu og sex eða tuttugu og sjö ára, rúmlega meðalmaður á hæð, með afar ljóst og mikið hár, kinnfiskasoginn með þunnt, niðurmjótt og hérumbil hvítt skegg. Augu hans voru stór, blá og íhugul, í augnaráði hans var eitthvað blíðlegt en um leið þungt, eitthvað af þeim einkennilega svip sem nægir sumum til að giska á strax við fyrstu sýn að viðkomandi sé haldinn niðurfallssýki.
Á hlákublautum morgni í nóvember kemur Myskhin fursti til Pétursborgar, inn í iðandi atburðarás ásta, svika, undirferla og glæpa. Hann er einlægur og flekklaus maður, og Dostojevskí sýnir hér hvað gerist þegar slík persóna kemur inn í samfélag breyskra manna. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Ástand: gott. innsíður og hlíðfðarkápa góð og laus við allt krot og nafnamerkingu
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.