Eva Luna
Eva Luna er sögumaður þessara ótrúlegu sögu þar sem hvert furðuatvikið rekur annað. Hún er sagnaþulur af guðs náð og litrík uppvaxtarárin eru henni óþrjótandi uppspretta frásagna. Ung missir hún móður sína, er þá komið fyrir hjá ókunnugum og lendir brátt í æsilegum atburðum í tenglsum við stjórnmálabaráttu í heimalandi hennar. Hún segir frá ógleymanlegu fólki, kostulegum uppátækjum þess, ástum og sorgum, fólki af háum og lágum stigum, með ólíkan bakgrunn. Elskhugar Evu eru sinn af hverri sortinni, tyrkneskur kaupmaður með skarð í vör, hugdjarfur skæruliðaforingi uppi í fjöllum, fréttamaður frá Evrópu sem kannar myrkviði suður-ameríkra stjórnmála. Allstaðir skín hlýleg kímni í gegnum frásögnina, erotíkin blómstrar, spennan magnast og lesandinn heillast af galdri þess sem kann að segja sögur. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.