Einars saga Guðfinnssonar
Ævisaga Einars Kristins Guðfinnssonar
„Ég erfði ekki fé, ég erfði dyggðir,“ segir Einar Guðfinnsson á einum stað í sögu sinni. Baráttusaga hans á vart sinn líka, hún er ævintýri. Þar skiptast á skin og skúrir, átök við óblíð náttúruöfl og lenig vel hafnaleysi, kreppu og verðfall sjávarafurða og á stundum takmarkaðan skilning ráðamanna og valdhafa, og hinsvegar góðæri og aflahrotur, stærri skip, betri höfn og öflugri og afkastameiri vinnslustöðvar. Vel kemur fram í sögu Einars, að það, sem bezt hefur dugað honum í baráttunni, var óbilandi kjarkur og áræði, er ákvörðun þurfti að taka eða vanda að leysa, drengskapur og heiðarleiki í öllum viðskiptum, samfara vinnusemi og hófsemi í líferni öllu. Hugur hans var alltaf bundinn sjónum og þeirri lífsbjörg, sem þaðan kom. „Ég byrjaði lífsstarf mitt sem sjómaður fyrir innan fermingu og stundaði sjóinn fram yfir tvítugt. Unglingsárin móta hvern mann mest og því hefur mér alla tíð fundizt ég vera sjómaður og tilheyra þeirri stétt fremur en nokkurri annarri. Ég fékk líkamsþrek við árina og vandist glímunni við Ægi á smáfleytum“ …. (Heimild: bakhlið bókarinnar)
Bókin Einars saga Guðfinnssonar, ævisaga Einars Guðfinnsonar eru 19 kaflar, þeir eru:
- Sagan og sögumaðurinn
- Skagfirzka sveitarstúlkan
- Hvítanessmenn
- Ég erfði ekki fé, ég erfði dyggðir
- Í skóla lífsbaráttunnar
- Örlagaveturinn
- Þar var gott að vera, en þaðan fór ég slyppur og snauður
- Löng er sú barningssaga
- Þá var vor og þá var ég ungur
- Tíu ára él, rofalítið
- Þeir bognuðu en brustu ekki
- Straumhvörf
- Betri höfn – Meira vatn – Meira ljós
- Öll segl upp en hagrætt eftir vindi
- Stjórnmál og opinber störf
- Söguhetjan á baksviðinu
- Gamall maður stendur við glugga
- Niðjatal
- Nafnaskrá
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.