Fyrir austan sól og vestan mána
Fátæk bóndadóttir samþykkir að giftast hvítabirni gegn því að hann bætir hag foreldra hennar. Hún kemst fljótlega að því að björninn er konungssonur í álögum og fær ofurást á honum. Til að geta bjargað honum úr tröllahöndum þarf hún að komast austur fyrir sól og vestur fyrir mána. Þangað kemst varla fuglinn fljúgandi svo nú reynir á ráðkænsku stúlkunnar og hjálp góðra vætta og vinda. (heimild: bakhlið bókarinnar)
Ævintýrið er stytt útgáfa á þýðingu Steingríms Thorsteinssonar sem birtist í Ævintýrabókinni árið 1947
Ástand: kápan er í góðu formi og innsíðurnar góðar.