Wuthering Heights

Það verður örlagaríkt fyrir Earnshawfjölskylduna þegar húsbóndinn hirðir lítinn skítugan strákling, sem enginn vill eiga, upp af götu sinni í Liverpool og fer með hann heim til Wuthering Heights. Drengurinn fær nafnið Heathcliff, og í uppvextinum verða þau Cathy Earnshaw óaðskiljanleg, þvælast saman um heiðina, frjáls ein sog villibörn. En þegar hann vill eignast hana fyrir konu hefur hann, ættlaus og eignalaus, ekki neitt að hjóða dóttur óðalsbóndans. Hann hverfur brott og hún giftist glæsilega herragarðseigandanum neðar í dalnum. En Cahty gleymir ekki Heathcliff og þegar hann snýr aftur, vellauðugur maður , ná ástríðurnar og takmarkalaus hefnigirni hans smám saman yfirhöndina.

Wuthering Heights er meðal frægustu skáldsagna enskra bókmennta og kemur enn út í mörgum útgáfum á ári hverju þótt hún sé að verða 160 ára. Kom fyrst út árið 1847. Frásagnarháttur hennar þykir enn nýstárlegur og persónurnar og örlög þeirra verða lesendum ógleymanleg. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Emily Brontë er fæddi árið 1818 í Yorkshire, Norður-Englandi hún var næst yngst sex systkina. Hún missti móður sína þriggja ára og tvær systur nokkrum árum síðar. Systkinin fjögur sem eftir lifðu voru ákaflega samrýmd og bjuggu til heilan heim í orðum og myndum þar sem íbúarnir lentu í æsilegustu ævintýrum. Systurnar Charlotte, Emily og Anne gáfu út ljóðasafn saman undir dulnefnunum Currer, Ellis og Acton Bell árið 1846, Wuthering Heights kom út árið 1847 en Emily Brontë lést úr berklum 1848 en náðu þó að sjá sögu sína koma út á prenti.

Ástand: gott, ekkert krot né nafnamerking

Wuthering Heights - Emily Bronté

kr.1.100

Ekki til á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,620 kg
Ummál 16 × 3 × 24 cm
Blaðsíður:

326

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Heitir á frummáli

Wuthering Heights

Útgefandi:

Bjartur

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2006 / 1951 (1. útgáfa Víkingsútgáfunni og 1982 undir titlinum Fýkur yfir hæðir í þýðingu Sigurlaugar Björnsdóttur)

Hönnun:

Helgi Ólafsson (kápuhönnnun)

Íslensk þýðing

Silja Aðalsteinsdóttir

Höfundur:

Emily Brontë

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Wulthering heights – Emily Brontë – Uppseld”