Þýsk-íslensk / Íslensk-þýsk orðabók útg. 2009

Orðabók þessi er aukin og endurbætt útgáfa af Þýsk–íslenskri orðabók sem gefin var út árið 2000. Hún hefur verið yfirfarin og bætt hefur verið við orðum og skýringum. Nú er einnig í bókinni íslensk-þýskur hluti.
Í þýsk-íslenska hlutanum eru gefnar upplýsingar um orðflokka, kyn og kenniföll nafnorða, kennimyndir sagna og fallstýringu. Síðan er gefin íslensk þýðing orðsins og einnig fjölmörg skýr dæmi um notkun. Í sumum tilvikum eru einnig gefin samheiti eða andheiti. Í nokkrum tilvikum er getið um staðbundna notkun orðsins, s.s. í Austurríki og Sviss.
Í íslenska hlutanum eru gefnar upplýsingar um orðflokk, kyn og kenniföll nafnorða og kennimyndir sagna. Einnig stigbreytingu lýsingarorða og fallstýringu forsetninga. Við gerð bókarinnar var það haft í huga að hún sé handhæg og gagnist sem best skólafólki og öllum almenningi.

Bókin Þýsk-íslensk/Íslensk-þýsk orðabók er skipt í 3 kafla, þeir eru:

  • Þýsk-íslensk orðabók
  • Íslensk-þýsk orðabók
  • Óreglulegar sagnir

Ástand: gott, mjög vel með farin

Þýsk-íslensk / Íslensk-þýsk - Steinar Matthíasson

kr.1.700

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,720 kg
Ummál 16 × 4 × 24 cm
Blaðsíður:

386 +Óreglulegar sagnir bls. 381-386

ISBN

9789979672326

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Útgefandi:

Iðnú

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2009 ný og aukin útgáfa

Hönnun:

Margrét Laxnes (kápuhönnun)

Höfundur:

Steinar Matthíasson