Picasso

Meistaraverkin

Pablo Picasso er af mörgum talinn helsti málari 20. aldar. Hann vakti ungur athygli fyrir einstæða hæfileika, sem birtast meðal annars í áhrifamiklum mannlífsmyndum hans frá „bláa“ tímabilinu svokallaða. Picasso var endanlega fluttur frá Barcelona til Parísar þegar hann lagði grundvöll að kúbismanum á fyrsta áratug aldarinnar, mestu umbyltingu í vestrænni málaralist síðan endurreisnarmennirnir voru og hétu. Picasso lét ekki þar við sitja og hélt áfram að kanna alla möguleika myndlistarinnar. Hann tók þátt í hreyfingu súrrealista og hefur einnig verið kendur við expressjónisma, og var óhræddur að taka með list sinni þátt í átökum samtímans, eins og frægasta meistaraverk hans, Guernica, sýnir best. En Picasso var alltof einstakur til að binda trúss sitt til lengdar við stefnur, sínar og annarra. Og hann batt sig heldur ekki við strigann, heldur fékkst við höggmyndir úr gifsi og járni, var leiktjaldasmiður, fékkst við keramik, – einnig eru til eftir hann ljóð og leikverk Samferðamenn urðu hvað eftir annað furðulostnir á stílskiptum hans og fjölhæfni, ekki síður á efstu árum þegar Picasso hóf verklegar samræður við eldri meistar um stíl og inntak í málverki, og málaði á níræðisaldri lostafullar ástamyndir. Þeir fylgdust einnig grannt með fjörlegu einkalífi hans allt til elliára, því að konurnar í lífi Picassos eru ekki einungis efni í myndum hans heldur einnig einskonar lykill að skilningi á Picasso sjálfum og æviverk hans. En verk Picassos eru hinsvegar á sinn hátt lykill að því að skilja sjálfa 20 öldina með dásemdum sínum, ógnum og furðum.

Í bókinni um Picasso eru 48 litmyndir af meistaverkum málarans og hefur verið vandað sérstaklega til prentunarinnar. Í inngangi um ævi Picassos, listræna þróun og félagslegan bakgrunn, er einnig fjöldi svart-hvítra mynda af verkum og fólki. Picasso er ein fyrstu bóka í nýrri bókaröð Máls og menningar um meistaraverk myndlistarinnar. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Picasso er ekki með efnisyfirlit

Ástand: gott bæði kápa og innsíður

Picasso - Daniéle Boone

kr.2.500

1 á lager

Vörunúmer: 8501993 Flokkur: Merkimiðar: , , , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,090 kg
Ummál 29 × 2 × 31 cm
Blaðsíður:

143 +myndir

ISBN

9979303441

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Heitir á frummáli

Picasso Masterpieces (þýtt úr frönsku)

Útgefandi:

Mál og menning

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1992

Íslensk þýðing

Árni Óskarsson, Mörður Árnason

Höfundur:

Daniéle Boone

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Picasso, meistaraverkin – Daniéle Boone”