Pabbi, bók fyrir verðandi feður

Á undanförnum árum hefur áhugi feðra á meðgöngu og fæðingu stóraukist. Nær allir karlar eru nú viðstaddir fæðingu barna sinna og með nýjum lögum um fæðingar- og foreldraorlof á faðir jafnmikinn rétt og móðir til að annast þau frá fyrstu tíð. Fram að þessu hefur ekkert aðgengilegt efni verið til á íslensku um þetta ferli eins og það snýr að  verðandi feðrum.

Úr þeirri þörf er bætt með þessum greinargóða yfirlitsriti sem svarar spurningum á borð við: Hvert er hlutverk föður meðan á meðgöngu stendur? Hvernig getur hann búið í haginn fyrir fjölgunina? Hvaða ráðstafanir þarf að gera vegna fæðingarorlofs? Hvað ber að gera þegar fæðingin nálgast? Hvernig gengur fæðingin fyrir sig og hvert er hlutverk föðurins þar? Hvernig eru fyrstu mánuðirnir með barninu? Bókin svarar ekki spurningunni hvernig er að verað pabbi, en býr hin verðandi föður undir að það geti orðið býsna skemmtilegt.

Íngólfur V. Gíslason er félagsfræðingur og hefur um nokkurra ára skeið kennt á námskeiðum fyrir verðandi foreldra. Hann byggir bókina bókina á reynslu sinni þaðan – og á reynslunni af meðgöngu, fæðingu og uppeldi þriggja barna. (heimild: bakhlið bókarinnar)

Bókin er fyrst og fremst hugsuð sem yfirlit um þróunarferli fjölskyldunnar frá getnaði og fram eftir fyrsta ári barnsins. Kaflarnir eru sjálfstæðir og þá má lesa í hvaða röð sem er, en inn á milli er skotið viðtölum og bókmenntatilvitnunum.

Ástand: bæði innsíður og kápa góð

kr.1.200

Ekki til á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,378 kg
Ummál 14 × 1,5 × 21 cm
ISBN

9979322896

Blaðsíður:

222 +myndir

Kápugerð:

Kilja óbundin

Útgefandi:

Mál og menning

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2002

Hönnun:

Margrét Laxnes (kápuhönnun)

Ljósmyndir:

Sigurður Jökull Ólafsson

Höfundur:

Ingólfur V. Gíslason

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Pabbi, bók fyrir verðandi feður – Uppseld”