Öðruvísi saga

Loksins er Karen Karlotta orðin tíu ára og sumarið er viðburðaríkt – hún veltir fyrir sér stóru sem smáu, allt frá agnarlitlum villtum blómum úti í móa til flókinna stríðsátaka lengst úti í heimi. Á afmælisdaginn kemur bréf frá afa í Englandi þar sem hann býður allri fjölskyldunni í heimsókn um haustið og ekki verður það til að einfalda líf Kæju eða fjölskyldu hennar! Amma vill alls ekki fara og enginn hinna þorir einu sinni að hugsa til þess að sumarið taki enda og haustið komi.

Öðruvísi saga er þriðja bókin í bókaflokki Guðrúnar Helgadóttur um dugnaðarforkana Karen Karlottu og Jöra bróður hennar og stóru fjölskylduna þeirra.
Guðrún hefur fyrir löngu skipað sér í fremstu röð íslenskra rithöfunda og hlotið margvísleg verðlaun fyrir skrif sín, meðal annars Norrænu barnabókaverðlaunin og verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, ásamt tilnefningu til H.C. Andersen og Astrid Lindgren verðlaunanna. Fyrir bókina Öðruvísi dagafékk Guðrún Bókaverðlaun barnanna og Öðruvísi fjölskylda var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. (Heimild: bakhlið bókarinnar)

Ástand: gott

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,290 kg
Ummál 16 × 1,5 × 22 cm
ISBN

9979219874

Blaðsíður:

112 +myndir

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Útgefandi:

Vaka-Helgafell / Edda útgáfa

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2006

Hönnun:

Anna Cynthia Leplar (kápuhönnun og umbrot)

Ljósmyndir:

Thorsten Henn (ljósmynd á bókakápu)

Höfundur:

Guðrún Helgadóttir

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Öðruvísi saga – Uppseld”