Mömmustákur

Mömmustrákur er fyrsta frumsamda bók Guðna Kolbeinssonar. Sagan segir frá ungum dreng sem fylgir móður sinni á vistum hennar vítt um land og lendir í margs kyns ævintýrum. Hann þráir mjög föður sinn sem á heima í Reykjavík. Vandi hins „föurlausa“ barns er meginviðfangsefni bókarinnar, en á öllu er tekið með léttri gamansemi, og undirtónninn er mannlegur og ljúfur.
Höfundur las söguna í útvarp og hlaut hún mjög góða dóma og skipti þá litlu hvort áheyrendur voru sex ára eða sextugir.
Guðni Kolbeinsson er löngu landskunnur fyrir íslenskuþætti sína í útvarpi, þýðingar á bókum og sjónvarpsefni og umsjón með útgáfu ýmissa merkisrita. Hann sýnir nú á sér nýja hlið og kemur eflaust mörgum á óvart. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Ástand: gott

Mömmustrákur - Guðni Kolbeinsson

kr.500

Ekki til á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,320 kg
Ummál 15 × 2 × 22 cm
Blaðsíður:

108

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Útgefandi:

Vaka bókaforlag

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1982

Teikningar

Ragnar Lár

Höfundur:

Guðni Kolbeinsson

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Mömmustrákur – Ekki til eins og er”