Matisse

Meistaraverkin

Henri Matisse hefur verið hylltur af ólíkukm ástæðum. Sumir dá hann sem einn af hinum villtu fauvistum, aðrir líta á hann sem boðbera lífshamingjunnar í málaralistinni, enn aðrir telja hann sérlegan fulltrúa „franskrar“ málaralistar sem einkennist af þokka og samræmi. einnig er hann oftlega hylltur sem meistari litanotkunar, höfundur kapellunnar í Vence eða upphafsmaður gvassklippimynda … En kannski er ekki sanngjarnt að búta niður snilld Matisse á þennan hátt. Hann missti aldrei sjónar á háleitu takmarki sínu, að gera djarfar tilraunir í málaralistinni í því skyni að afhjúpa sýnilegan veruleika. Ferill hans var þrotlaus og margslungin leit að þessu takmarki. Fjölbreytileika verka hans leynir sér ekki í þeim 48 meistaraverkum sér hér eru sýnd, en að baki þeim öllum býr sama spurningin: Hvernig má fá tákn áþreifanlegs veruleika til að samræmast máluðum myndfleit? Matisse varpaði þessari spurningu fram af fádæma dirfsku, og hún liggur enn til grundvallar öllum kenningum myndlistarinnar. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Matisse er ekki með efnisyfirlit

Ástand: gott bæði kápa og innsíður

Matisse - Gérard Durozoi

kr.2.500

1 á lager

Vörunúmer: 8501994 Flokkur: Merkimiðar: , , , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,090 kg
Ummál 29 × 2 × 31 cm
Blaðsíður:

143 +myndir

ISBN

9979304650

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Heitir á frummáli

Matisse (þýtt úr frönsku)

Útgefandi:

Mál og menning

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1993

Íslensk þýðing

Ólöf Kr. Pétursdóttir

Höfundur:

Gérard Durozoi

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Matisse, meistaraverkin – Gérard Durozoi”