Mannlýsingar I-III – Sigurður Nordal

Þau þrjú bindi ritverka Sigurðar Nordals sem hér birtast eru fyrsti flokkur heildarútgáfu á verkum hans. Sameiginlegt einkenni þeirra rita, ritgerða og greina sem í þeim er að finna er það að lýsinar á einstaklingum er hinn rauði þráður, en vitaskuld er fjallað um miklu fleira og þá ekki síst menningarsögu, skáldskap og aðrar bókmenntir

Fyrsta bindi heitir Frá Snorra til Hallgríms og fjallar um prersónur frá fyrri skeiðuim Íslandssögunnar – Egil Skallagrímsson, Snorra Sturluson, Björn úr Mörk, Gunnhildi konungamóður, Tyrkja-Guddu, Hallgrím Pétursson o.fl

Annað bindi heitir Skáldaöld og eru þar tekin til athugunar fjórtán skáld 19. og 20. aldar. Tvær þeirra ritgerða hafa ekki verið prentaðar áður – um Vatnsenda-Rósu og um Sigurð Breiðfjörð og Bólu-Hjálmar.

Þriðja bindi heitir Svipir og lýsir 71 einstaklingi sem flestir voru samtímamenn Sigurðar Nordals

Sigurður Nordal var sá Íslendingur sem sökkti sér dýpst í athugun íslenskra þjóðareinkenna og menningar. Og enginn vafi er á því að hann hefur með ritum sínumlagt öllum öðrum fremur grundvöllinn að skilningi okkar, Íslendinga nútímans, á okkur sjálfum sem þjóð. Ritferill hans var langur og fjölbreytilegur, en flest sem frá honum kom var lesið af áhuga og oft hrifningu – ekki af fáum útvöldum, heldur stórum hluta þjóðarinnar.

Sigurður Nordal ritaði ávallt með hinn almenna lesandi í huga. Með  sínum létta og þægilega stíl gerði hann erfið viðfangsefni auðveld án þess nokkru sinni að slá af kröfunum um vísindalega nákvæmni. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Mannlýsingar I-III efnisyfirlit eftir bindum:

Fyrsta bindi: Mannlýsingar

  • Formáli
    • Nokkur æviatriði og helztu áfangar á ritferli Sigurðar Nordals
  • Snorri Sturluson
    • Úr formála fyrstu prentunar
    • Formáli annarrar prentunar
    • 1. Æviferill
    • 2. Bókagerð
    • 3. Höfðinginn
    • 4. Skáldskapur og Skáldskapamál
    • 5. Gylfaginning
    • 6. Íslenzk sagnaritun
    • 7. Sagnakönnun og sögulist
    • 8. Yfirlit
  • Snorri Sturluson. Nokkurar hugleiðingar á 700. ártíð hans
  • Átrúnaður Egils Skallagrímssonar
  • Gunnhildur konungsmóðir
  • Völu-Steinn
  • Björn úr Mörk
  • Trúarlíf síra Jóns Magnússonar
  • Um Písasögur síra Jóns Magnússonar
  • Tyrkja-Gudda
  • Hallgrímur Pétursson og Passíusálmarnir

Annað bindi: Skáldaöldin

  • Bjarni Thorarensen
  • Sveinbjörn Egilsson
  • Vatnsenda-Rósa
  • Tvö alþýðuskáld. Sigurður Breiðfjörð og Bólu-Hjálmar
  • Grímur Thomsen
  • Skáldaferill Gríms Thomsens
  • Um þýingar Gríms Thomsens úr grísku
  • Frá meistaraprófi Gríms Thomsens
  • Stephan G. Stephansson. Maðurinn og skáldið
    • Úr formála fyrir annarri prentun
    • 1. Æviferill
    • 2. Einyrki og skáld
    • 3. Snilld og torf
    • 4. Heimaland og fósturland
    • 5. Fornöld og samtíð
    • 6. Aðalsmaður í alþýðustétt
    • 7. Bardagamaður og friðavinur
    • 8. Trú og vantrú
    • 9. Hversdagsmaður og ofurmenni
    • Athugasemdir
  • Þorsteinn Erlingsson. Þyrnar
    • 1.  Ljóðin og skáldið
    • 2.  Þeir fundu pilt
    • 3.  Rask-hneykslið
    • 4.  Voryrkjur
    • 5.  Náðug ritstjórn
    • 6.  Við erum svo rík
    • 7.  Árgalinn
    • 8. Þjóðfélagsmál
    • 9.  Trúmál
    • 10.Bókin mín
  • Þorsteinn Erlingsson. Á sextugsafmæli
  • Þorsteinn Erlingsson. Á aldarafmæli
  • Herdís Andrésdóttir
  • K. N.
  • Theodora Thoroddsen
  • Einar Benediktsso
    • Úr formála að útgáfu 1971
    • 1.  Frá Elliðavatni til Edínborgar
    • 2.  Umsvif og áhugamál
    • 3.  Framar öllu skáld
    • 4.  Hann sögn ei, en kvað
    • 5.  Heimsskoðun – dulreynsla
    • 6.  Smáu tökin
    • 7.  Vonlausu klifin
    • 8.  Landið, sem heimsþjóð er ætlað að ala
    • 9.  Hugur og hjarta
    • 10.Ferðalok
    • Athugasemdir
  • Einar Benediktsson. Á 75 ára afmæli
  • „Með þér hneig skáldaöld“

Þriðja bindi: Svipir

  • Örlagaþættir
  • Svipir
  • Íslandsvinir
  • Samferðamenn
  • Skrár
    • Nafnaskrá
    • Skrá um myndir
    • Efnisyfirlit Mannlýsinga I-III

Ástand:  Einstaklega vel með farin bæði innsíður, kápan og askjan.

Mannlýsiingar I-III - Sigurður Nordal

kr.8.000

Ekki til á lager

Vörunúmer: 8502167 Flokkar: , Merkimiðar: ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 2,1 kg
Ummál 16 × 10 × 23 cm
Blaðsíður:

1312 I.bindi 434 bls, II. bindi 411 bls og III. bindi 467 bls

ISBN

Ekkert

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni og í öskju

Útgefandi:

Almenna bókafélagið

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1986

Hönnun:

Hafsteinn Guðmundsson (útlit)

Höfundur:

Sigurður Nordal