Lífsþróttur  næringarfræði almennings

Lífsþróttur er yfirgripsmesta bók um næringarfræði sem gefin hefur verið út á íslensku. Hún er einkar gagnleg þeim sem vilja gera varanlegar breytingar til hins betra á eigin lífsstíll.

Í bókinni er fjallað um grunnatriði næringarfræðinnar á skýran og fræðandi hátt. Einnig er fjallað um offitu, óhefðbundnar og oft á tíðum varhugaverðar megrunarleiðir og átröskunarsjúkdóma. Meðal efnis er ítarlegur kafli um áhrif mataræðis á sjúkdóma og sjúkdómamyndanir, eins og hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki, ofnæmi, óþol og meltingarvandamál. Upplýsingar um hitaeiningainnihald fjölda afurða er að finna í bókinni auk neyslukerfis og viðmiðunardaga sem miða að því að lesendur öðlist þekkingu á næringarfræði sem nýtist í hinu daglega lífi.

Mataræði skiptir máli fyrir alla þá sem stunda líkams- heilsurækt, hvort sem er til heilsubóta eða til að ná árangri í keppni. Í bókinni er fjalla um hvað hentar að borða og hvernig á að byggja upp árangursíka næringar- og þjálfunaráætlun.

Bókin er litprentuð og hana príða hátt í 300 ljósmyndir. Bók sem áhugasamir um næringarfræði ættu ekki að láta fram hjá sér fara.
Bókin lífsþróttur – næringarfræði almennings er skipt niður í sjö kafla með undirköflum og síðan auka kaflar, þeir eru:
  • Formálskafli
    • formáli, uppbygging bókarinnar
  • Inngangur að næringarfræði
    • manneldismarkmið, nokkur grunnatriði næringarfræðinnar, orkuefni, trefjaefni, vítamín, vatn og steinefni, melting og upptaka, lokaorð, Viðauki: sykur, gervisætuefni aspartan, alkóhól, og neysla vítamína og steinefna í fæðubótarformi
  • Offita – ástæða, afleiðing, meðferð
    • inngangur, orkujöfnuður, orkubrennsla, hvað kemur í veg fyrir þyngdartap?, þyngdartap eða fitutap?, hitaeiningarsnautt megrunarfæði, áhrif líkamsþjálfunar á þyngdar- og fitutap, æskileg þyngd, aðferðir sem virka, að varast óraunhæf markmið, lokaorð, viðauki: offita barna og unglinga, átgræðgi og offita, reynslusaga karlmanns, reynslusaga kvennmanns og viðmiðunardagar
  • Óhefðbundnar megrunaraðferðir (sumar varhugaverðar)
    • inngangur, bókmenntir, megrunarduftskúrar, afurðir (nokkur dæmi), Svensson-bæklingurinn, rafleiðnimeðferð, læknisfræðilegar aðgerðir, lyf, sálræn og yfirnáttúruleg leið, megrunarkúrar, lokaorð, viðauki: hvað þarf að gera til að missa hálft kíló á fitu á dag?, hvað gerist þegar við sveltum?, próteinríkir/kolvetnasnauðir megrunarkúrar – hvernig virka þeir?
  •  Magur – ástæða, afleiðing, meðferð
    • magur án þess að vera haldinn átröskunarsjúkdómum, átröskunarsjúkdómar, lystarstol, lotugræðgi, sjúdómar velmegunar, lokorð, viðauki: reynslusaga – lystarstol og lotugræðgi, viðmiðunardagar
  • Áhrif næringar á sjúkdóma og sjúkdómsmyndanir
    • hjarta- og æðasjúkdómar, háþrýstingur, sykursýki, meltingarvandamál, fæðuofnæmi og fæðuóþol, Viðaukar: krabbamein og gigt, jurtafæði, andoxunarefni, viðmiðunardagar
  • Íþróttir og næring
    • inngangur, orkuefni, vítamín og steinefni, vökvi og sölt, mataræði sem hentar, lokaorð, viðauki: hámarkshleðsla kolvetna í vöðva, næringar- og þjálfunaráætlun langhlaupara, fæðubóta- og lyfjaneysla íþróttamanna, sterar – misnotkun alvarlegt vandamál, þolþjálfun – heilsunnar vegna, viðmiðunardagar
  • Neyslukerfi
    • upplýsingar varðandi uppbyggingu og notkun neyslukerfisins, fæðulegar orkuefnaupplýsingar, viðauki: viðmundardagar
  • Skrár
    • atriðisorðaskrá, skrá yfir fæðutegundir, heimildaskrá

Ástand: góð, innsíður góðar

Lífsþróttur næringarfræði almennings

kr.1.200

Ekki til á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,994 kg
Ummál 18 × 4 × 25 cm
Blaðsíður:

471 + atriðisorðaskrá (399-420), skrá yfir fæðutegundir (421-430) og heimildarskrá (431-470)

ISBN

9979606045

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Útgefandi:

Ólafur Gunnar Sæmundsson

Útgáfustaður:

Seltjarnarnes

Útgáfuár:

2002 (þriðja prentun en kom upphaflega út árið 1999 og önnur prentun kom árið 2000)

Teikningar

Bragi Einarsson

Höfundur:

Ólafur Gunnar Sæmundsson

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Lífsþróttur – næringarfræði almennings – Uppseld”