Íslandsleiðangur Stanleys 1789

Ferðabók

Íslandsleiðangur Stanleys 1789 var annar í röðinni enskra leiðangra hingað til lands og beint framhald af leiðangri Sir Joseph Banks 1772. Stanleyleiðangurinn kom til Íslands í kjölfar Móðuharðindanna, en engar aðrar lýsingar erlendra manna eru til frá þeim árum. Má af dagbókunum ráða margt um hagi og ástand þjóðarinnar og fylla þær verulega í eyðu þess tímabils.

Ferðabók þessi er prýdd um eitthundrað svart-hvítum teikningum, tuttugu og einni vatnslitamynd og tveimur olíumálverkum. Fæstar þessar mynda hafa birst á prenti áður og er að þei stórmikill menningarsögulegur fengur. Má með sanni segja að þær fylli bilið milli Ferðabókar Egerts og Bjarna og bóka þeirra Mackenzies og Gaimards. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Íslandsleiðangur Stanleys 1789 er skipt niður í sex kafla, þeir eru:

  • Inngangur Stanleys úr Landsbókasafni 3886-88
  • Stanleyleiðangurinn til Færeyja og Íslands eftir John F. West, greinargerð fyrir færeysku útgáfunni
  • Formáli þýðanda, Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum
  • Dagbók I.
    • James Wright
    • Formáli færeysku útgáfunnar
  • Dagbók II.
    • Isaac S. Benners
    • Formáli færeysku útgáfunnar
  • Dagbók III.
    • John Blaine
    • Formáli færeysku útgáfunnar

Ástand:  vel með farin bæði innsíður og kápa.

Íslandsleiðangur Stanleys 1789

kr.6.500

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,120 kg
Ummál 22 × 4 × 27 cm
Blaðsíður:

352,+ 12 myndablaðsíður +myndir +2 lausar myndir

ISBN

Ekkert

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni og í öskju

Útgefandi:

Örn og Örlygur

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1979

Hönnun:

Ernist Bachmann (útlitshönnun og titilsíður), Ottó Ólafsson (hönnun meginmáls og litasíðna)

Íslensk þýðing

John F. West (bjó bókina til prentunar á ensku fyrir Föroya Fróðskaparfélag, Tórshavn, 1970, 1975 og 1976), Steindór Steindórsson (frá Hlöðum)

Höfundur:

John Thomas Stanley