Formálabókin þín

Geymir sýnishorn hvers konar samninga og annarra löggerninga

Handbók fyrir lærða og leika. Formálabókin þín geymir sýnishorn allra helstu samninga og löggerninga sem fyrir koma í daglegu störfum manna. Uppbygging bókarinnar er við það miðuð að vera sem auðveldust í notkun. Efninu er skipað í níu meginflokka, en þess utan er efnisyfirlit og orðaskrá svo ítarleg, að þar er um nær tæmandi leiðarvísi við notkun bókarinnar að ræða. Í Formálabókinni þinni er farið inn á nýja brautir í gerð slíkrar bókar hér á landi. Formálarnir eru látnir sitja í fyrirtúmi, en skýringartextar hafðir eins knappir og frekast er kostur. Leitast er við að láta þau meginatriði koma fram í formálanum sem áður hefur verið venja að hafa í skýringartexta; formálinn er látinn skýra sig sjálfur. (Heimild: bakhlið bókarinnar)

Bókin Formálabókin þín er skipt 9 kafla, undirkafla og viðauki, þeir eru:

  • Persónuréttindi
    • Nafnaréttur
    • Ríkisborgararéttur
  • Sifjaréttur
    • Hjúskaparslit
    • Fjármál hjóna
    • Börn
  • Erfðaréttur og skipti dánarbúa
    • Erfðir
    • Óskipt bú
    • Búskipti
  • Fjármunaréttur
    • Kaup og skipti
    • Gjafir
    • Kvaðir
    • Leiga
    • Lán
    • Geymsla
    • Sameign
    • Umboð
    • Vinnusamningar
    • Verksamningar
    • Flutningassamningar
    • Viðskiptabréf
    • Ábyrgð
    • Framsal kröfuréttinda
    • Greiðsla, deponering, kvittanir
  • Félagaréttur
    • Almenn félög
    • Sameignarfélög
    • Samlagsfélög
    • Samvinnufélög
    • Hlutafélög
    • Firmaskrá
    • Sjálfseignarstofanir
  • Atvinnuréttindi og leyfisréttur
    • Opinberir starfsmenn
    • Leyfisbundin atvinna
    • Leyfisbundin starfsemi (ekki atvinna)
    • Umsókn um vegabréf
    • Umsókn um ökuskírteini
    • Umsókn útlendings um dvalarleyfi
  • Einkaréttindi
    • Hugverk
    • Einkaleyfi
    • Vörumerki
  • Skattaréttur
    • Skatt- og útsvarskæra til skattstjóra
    • Útsvarskæra til sveitarstjórnar
    • Kæra til ríkisskattanefndar
    • Kæra til sveitarstjórnar
  • Réttarfar
  • Fógetagerðir
    • Fjárnámsbeiðni
    • Greiðsluáskorun
    • Beiðni um löggeymslu
    • Lögtaksbeiðni
    • Útburðarbeiðni
    • Innsetningarbeiðnir
    • Kyrrsetningarbeiðnir (löghaldsbeiðnir)
    • Lögbannsbeiðni
    • Nauðunaruppboð
    • Gjaldþrotaskipti og nauðasamningar
    • Opinber mál
    • Málskot til Hæstaréttar
    • Gjafsókn og gjafvörn
    • Gerðardómar
  • Viðaukar
    • I – IV viðaukar
    • Orðaskrá

Ástand: gott

Formálabókin þín - Björn Þ Guðmundsson

kr.3.000

Ekki til á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,1 kg
Ummál 16 × 6 × 24 cm
Blaðsíður:

xxiv 516 +Orðaskrá: bls. 493-513

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Örn og Örlygur

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1975

Teikningar

Hilmar Þ. Helgason (káputeikning)

Höfundur:

Björn Þ. Guðmundsson

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Formálabókin þín – Uppseld”