Fimm hittast á ný – Enid Blyton

Þegar Júlli, Jonni og Anna fara með Georgínu í sumarfrí ráða aðstæður því að þau slá upp tjöldum á enginu heima hjá Billa, syni Hannesar prófessors. Og það hefur nú allt verið gott og blessað ef aðrir ferðalangar hefðu ekki gert sig heimakomna líka. Ferðasirkus Flosa ætlar að hefja þar sýningar og Billa er meinilla við átroðning á landareigninni. En allt fellur í ljúfa löð og krakkarnir fá að skyggnast á bak við sirkustjöldin og fylgjast með undirbúningi. En nótt eina gerast válegir hlutir heima hjá Hannesi prófessor. Einhver hefur á dularfullan hátt komist inn í turninn og rænt dýrmætum skjölum uppfinningarmannsins … en hver? Þjófurinn er sporlaust horfinn og nú er illt í efni. Krakkarnir ákveða að finna felustað fyrir þau skjöl sem eftir eru áður en þjófurinn ræðst til atlögu á ný. En einhver fylgist með úr fjarska. Skyldi það vera einvhver af sirkusfólkinu eða hverju skyldu krakkarnir komast að? (Heimild: bakhlið bókarinnar)

Ástand: gott

Fimm hittast á ný - Enid Blyton

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,290 kg
Ummál 15 × 1,5 × 22 cm
Blaðsíður:

140 +myndir

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Heitir á frummáli

Five are together again

Útgefandi:

Iðunn bókaútgáfa

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1989

Teikningar

Betty Maxey

Íslensk þýðing

Sævar Stefánsson

Höfundur:

Enid Blyton

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Fimm hittast á ný – Enid Blyton – Uppseld”