Afi sterki og skessuskammirnar

Afi sterki hefur krafta í kögglunum og ráð undir rifi hverju!

Afi Magni býður Aroni Magna í ferðalag á Bedfordinum. Í Þrengslunum brestur á þrumuveður sem kemur af stað skelfilegri skriðu. Lætin eru þvílík að tvær skessur sem hafa sofið vært um árabil hrökkva upp með andfælum. Nývaknaðar skessur eru glorsoltnar og vita fátt betra en litla stráka. Það er eins gott að hann afi kann sitthvað fyrir sér!

Afi sterki er ný persóna úr smiðju Jennýjar Kolsöe. Eins og amma óþekka fæst afi sterki við íslenskar vættir og óvættir af glettni og ráðsnilld.

Ástand: vel með farin.

kr.1.000

Ekki til á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,146 kg
Ummál 13,5 × 1 × 20 cm
ISBN

9789935481948

Blaðsíður:

61

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Útgefandi:

Bókabeitan

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2016

Hönnun:

Bergrún Íris Sævarsdóttir (myndskreyting og kápuhönnun)

Höfundur:

J. K. Kolsöe